Um okkur
Nús/Nús er fjölskyldufyrirtæki sem selur handverk frá Marokkó; Sigríður Þóra og Bergsteinn, Birta, dóttir okkar og Othman, maðurinn hennar, sem er frá Marokkó. Við kynntumst Marokkó fyrir fimm árum í gegnum Birtu og heilluðumst gjörsamlega af landinu og handverkinu þar. Í framhaldinu ákváðum við að athuga hvort Íslendingar væru ekki sammála okkur. Birta og Othman ferðuðust um Marokkó þvert og endilangt, með tvíburana sína, Iman Nóru og Maryam Maíu, á bakinu, að safna saman fallegu handverki. Á heimasíðunni getur þú séð allt það sem er í boði og getur fengið sent til þín en þú getur líka kíkt til okkar á Funahöfða 17a, 110 Reykjavík. Þú getur fundið okkur á Facebook, (nusnusihus) og Instagram (nus_nus_i_hus) eða haft samband í síma 660 7667. |
![]() |