Tagine leirpottar

3.900 kr 

Varan er uppseld

Hefðbundnir marokkóskir leirpottar með loki, til að elda hinn þekkta Norður Afríkanska / Berberrétt tagine eða tajine. 

Tvær stærðir: 21 cm (fyrir 2) og 34 cm breidd (fyrir 4-6)

Áður en mótið er tekið í notkun þarf að meðhöndla það á réttan hátt:

  • Fyrst þarf að leggja báða hluta þess, botn og lok, á kaf í vatn í a.m.k. tvo klukkutíma eða jafnvel yfir nótt.
  • Ef mótið er stórt þarf kannski að nota baðkarið eða stóran bala til þess.
  • Þegar mótið hefur legið í vatni skal þerra það vel.
  • Setjið svo mótið í kaldan ofn og stillið ofninn á 150°C í tvær klukkustundir.
  • Að þeim tíma liðnum skal slökkva á ofninum og skilja mótið eftir þar til hann er alveg orðinn kaldur.

Tagine leirpottar eru ætlaðir til hægeldunar í ofni við 160°C ca eða á lægsta hita á gashellum.

Það geta komið sprungur í tagine leirpottinn ef hann er  ekki undirbúinn rétt fyrir fyrstu notkun og einnig ef hann verður fyrir snöggum hitabreytingum.

Til hamingju með fallega gripinn þinn og gangi þér vel!

Deila

Pin

Svipaðar vörur